Færsluflokkur: Sjónvarp
26.2.2009 | 16:17
Þetta mjakast áfram
Ég hef reynt að halda þá reglu að sauma að minnsta kosti einn þráð á dag - sama hversu þreytt mér finnst ég vera. Enda er það oftast þannig að þegar ég er búin að sauma einn þráð þá langar mér að sauma næsta og þar næsta - það er oft bara erfitt að hafa sig í að byrja. Svona var staðan á jólaálfinum í gærkvöldi.
Ég saumaði meira segja meðan ég horfði á Taggart á DR1. Það er ekkert smá gaman að horfa á þessa gömlu þætti - af hverju íslensku stöðvarnar endursýna aldrei neina gamla þætti skil ég ekki. Það ætti að vera ódýrara en að kaupa þessa bandarísku þætti í tonnatali.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)