9.4.2008 | 13:07
Brúðkaupskort og kisa
Bjó til þetta litla kort fyrir vinkonu mína sem var að giftast um síðustu helgi. Ég átti ekki nein falleg kort nema fyrir litlar myndir. Átti þess vegna í erfiðleikum með að finna fallega mynd til að sauma, þessi varð fyrir valinu en ég breytti henni aðeins, þýddi m.a. textann á íslensku. Ég var búin að ákveða að sauma aðra mynd sem ég átti að eiga en svo fann ég hana ekki. Þessi var tekin úr gömlu eintaki af "World of Cross Stitching", það kemur sér stundum vel að tíma ekki að henda neinu. Ég var frekar stressuð að gera kortið því ég er óttalega mikill klaufi við svona föndur. Vona að þetta sé ekki voðalega ljótt en mig langaði svo að gera kortið aðeins persónulegt.
Kisan mín hefur fengið að liggja í saumakörfunni en er aðeins farin að taka á sig mynd. Kisan sjálf að verða búin og þá tekur stólinn við. Gaman að sjá hana lifna við og taka á sig mynd. Þessar myndir eftir MS taka mun lengri tíma að sauma en maður gerir ráð fyrir. En á móti kemur að það er eiginlega enginn afturstingur að glíma við í lokinn.
18.3.2008 | 16:52
Stöðumynd
útsaumur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2008 | 13:04
Brotinn stóll
Haldið þið ekki að saumastólinn minn hafi brotnað í gær. Allt í einu hallaði mín aðeins of mikið til vinstri og rétt náði að bjarga mér áður en ég lenti á gólfinu. Kannski verið að senda manni einhver skilaboð að láta súkkulaðið í friði En ég á bara mjög erfitt með að sauma annars staðar en á mínum stól og á mínum stað. Allt er eitthvað svo öðruvísi og ekkert eins og það á að vera.
En svona er staðan í dag. Ekki hefur mikið verið saumað í þessari. Það hefur ekki gefist mikill saumatími (stólinn brotinn) og svo er ég líka að sauma í aðra litla mynd sem ég get ekki birt hér.
Ég er strax farin að hlakka til þegar kisan mín verður tilbúin, er meira að segja búin að ákveða hvar hún eigi að vera fullkláruð og innrömmuð.
Vinir og fjölskylda | Breytt 11.4.2008 kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2008 | 08:20
Desemberkisan kláruð
Ég saumaði síðustu sporin í desember kisunni minni í gærkvöldi. Búin að vera eitthvað svo þreytt eftir vinnu undanfarið og bara sofnað út frá sjónvarpinu, þannig að ekki hefur mikið verið saumað. En loksins komu síðustu sporin í gærkvöldi.
Ég byrjaði svo á þessari, "Home is where the cat is" líka frá Margaret Sherry. Tók reyndar bara nokkur spor en hálfnað verk þá hafið er. Veit nú ekki hvað ég mun hafa mikinn tíma til að sauma í hana næstu vikur. Tvær vinnuferðir á dagskrá og svo þarf ég að sauma ákveðið leyndó, reyndar bara lítið leyndó, en samt. Læt fljóta með mynd af þessum 10 sporum sem byrjað var á. Þessar tvær myndir eru saumaðar í evenwave og finnst mér miklu betra að sauma í það heldur en aida. Eins og ég var hrædd við að byrja, var alveg viss um að ég myndi telja allt vitlaust. Nú þarf ég bara að finna hvar ég get keypt þetta efni, en það fylgdi þessum myndum.
útsaumur | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2008 | 09:03
Er að vinna í þessari núna
23.2.2008 | 15:16
Þá er maður bara farin að blogga
Afhverju?
Veit það ekki.