Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Leti

Ég hef ekkert saumað - ekkert.  Ég þarf væntanlega að finna mér eitthvað skemmtilegra að sauma eða jafnvel að skiptast á taka einn dag í viku í þessa mynd og gera eitthvað skemmtilegra aðra daga. 

Þrátt fyrir að hafa ekki nennt að sauma hef ég sko nennt af vafra á netinu og skoða og versla í huganum.  Mig langar í svo margt; efni, þræði, hnappa, munstur og kit.  Eins og gengið er núna er brjálæði að panta núna en einhver rödd þarna hvíslar stöðugt í eyrað á mér að gengið eigi bara eftir að versna og því sé eins gott að panta núna.  Sem betur fer er önnur rödd - háværari- sem minnir mig á að ég nóg til að sauma.


Gleðilegan 1. maí

heimakisa 6

 Gleðilegan 1. maí og uppstigningardag.  Ætti ekki að vera einhver lög sem bönnuðu svona tvöfalda frídaga.  Atvinnurekendur hljóta að gleðjast.

Svona var staðan í gærkvöldi.  Í stólnum eru sex rauðir litir þó að það sjáist varla á myndinni.  Reyndar er ég bara búin að sauma með tveim rauðum litum að neðan en þetta kemur smá saman.  Mér finnst svo gaman að sauma þessa mynd.  Oft fæ ég leið þegar ég er farin að sjá hylla undir endalokin og langar að byrja á einhverju nýju.  En í dag reyni ég að beita sjálfa mig ströngum aga og leyfi mér aldrei að vera með fleiri en 2 stykki ókláruð í einu.  Annars fara stykkin fljótt að safnast upp hjá mér og svo verð ég svo stolt af sjálfri mér að hafa haldið út að klára.  En ég verð þó að viðurkenna að ég farin að huga að næsta verkefni.  Alltaf hægt að finna afsökun til að fletta blöðum, skoða í staflann og auðvitað kíkja á vefverslanir.


Brúðkaupskort og kisa

brúðkaupskortBjó til þetta litla kort fyrir vinkonu mína sem var að giftast um síðustu helgi.  Ég átti ekki nein falleg kort nema fyrir litlar myndir.  Átti þess vegna í erfiðleikum með að finna fallega mynd til að sauma, þessi varð fyrir valinu en ég breytti henni aðeins, þýddi m.a. textann á íslensku.  Ég var búin að ákveða að sauma aðra mynd sem ég átti að eiga en svo fann ég hana ekki.  Þessi var tekin úr gömlu eintaki af "World of Cross Stitching", það kemur sér stundum vel að tíma ekki að henda neinu. Ég var frekar stressuð að gera kortið því ég er óttalega mikill klaufi við svona föndur.  Vona að þetta sé ekki voðalega ljótt en mig langaði svo að gera kortið aðeins persónulegt. 

heimakisa 4Kisan mín hefur fengið að liggja í saumakörfunni en er aðeins farin að taka á sig mynd.  Kisan sjálf að verða búin og þá tekur stólinn við.  Gaman að sjá hana lifna við og taka á sig mynd. Þessar myndir eftir MS taka mun lengri tíma að sauma en maður gerir ráð fyrir.  En á móti kemur að það er eiginlega enginn afturstingur að glíma við í lokinn. 


Brotinn stóll

Haldið þið ekki að saumastólinn minn hafi brotnað í gær. Frown Allt í einu hallaði mín aðeins of mikið til vinstri og rétt náði að bjarga mér áður en ég lenti á gólfinu. Kannski verið að senda manni einhver skilaboð að láta súkkulaðið í friði Blush En ég á bara mjög erfitt með að sauma annars staðar en á mínum stól og á mínum stað.  Allt er eitthvað svo öðruvísi og ekkert eins og það á að vera. 

heima kisa 2En svona er staðan í dag.  Ekki hefur mikið verið saumað í þessari.  Það hefur ekki gefist mikill saumatími (stólinn brotinn) og svo er ég líka að sauma í aðra litla mynd sem ég get ekki birt hér.   

Ég er strax farin að hlakka til þegar kisan mín verður tilbúin, er meira að segja búin að ákveða hvar hún eigi að vera fullkláruð og innrömmuð.


Er að vinna í þessari núna

Desember kisan frá Margaret Sherry hefur verið í körfunni undanfarin mánuð eða svo og þetta er staðan nú.Desember kisan

Þá er maður bara farin að blogga

Afhverju?

 Veit það ekki.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband