Komin aftur - og farin að sauma á ný

 kisa - krabbamerkiðEftir að ég kláraði kisuna mína var ég í hálfgerðu tómarúmi.  Hélt að mig langaði að sauma jólamynd en hafði víst takmarkaðan áhuga á henni því þrátt fyrir að sú mynd hafi fylgt mér í allt sumar þá hefur mjög lítið verið saumað. 

Um síðustu helgi fór ég að skoða gamalt dót og fann þá þessa kisu.  Ég saumaði hana í fyrra og gaf en gleymdi að taka mynd, þá saumaði ég hana reyndar gráa eins og mynstrið segir en breytti henni núna og finnst hún bara fallegri svona gul og brún.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: .

Jess þú er þarna ennþá, skrýtnu kettirnir hennar Margaret Sherry komu upp í hendur mínar um daginn, ef þú sendir mér á netfangið mitt ... halla@efrimyrar.is   heimilisfang og nafn get ég sent þér þá.  Þetta er mjög sniðug mynd, þeir eru fjórir og eru settir upp í kaffibolla, ýmist á haus eða réttir .... svo er auðvitað hægt að velja þann flottasta og sauma bara einn....

., 22.9.2008 kl. 09:11

2 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Frábær mynd. Þessi kisa er alveg eins og hann Tommi minn og auðvitað er hann lang flottastur.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 22.9.2008 kl. 12:17

3 identicon

Fann bloggið þitt á síðunni hjá Lenu. Margt fallegt sem þú er búin að sauma. Ég er sérstaklega hrifin af kisunum hennar Margaret Sherry.

Erla Björk (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband