Nokkur klár og annað í vinnslu

 Jæja þá er heldur betur komin tími á uppfærslu.  Ég hef verið að dunda mér við hitt og þetta sl. mánuð, hef ekki setið mikið við og saumað, en þó eitthvað hefur stúlkan gert.

Á síðasta ári saumaði ég nokkra Mill Hill hluti.  Ég gekk frá einum vettlingi en annað var ófrágengið.  Ég gaf mér ekki tíma til að ganga frá þessu fyrir síðustu jól og þá var svo langt til næstu jóla sem eru núna bara handan við hornið.  Þannig að ég dreif í þessu og klippti út og gekk frá þessum sjö hlutum sem voru fullsaumaðir en ófrágengnir.  Því miður koma myndirnar ekki vel út - eru eitthvað svo dökkar.  Ég á ennþá tvö svona lítil Mill Hill kit ósaumuð.

Ég leyfði vettlingnum sem ég var þegar búin að klára að vera með á myndinni (ljótt að skilja útundan).  Mér fannst mjög gaman að sauma þessa vettlinga og finnst þeir koma vel út þegar búið er að ganga frá þeim

Mill Hill jólaskraut 019

Mill Hill jólaskraut 022

Þá saumaði ég tvær jólamyndir og ætla að reyna að gera eitthvað við þær annað en að setja þær niður í skúffu.  Ég var að láta mér detta í hug að gera litla poka.  Hér eru þær myndir, ég leyfi ykkur svo að sjá hvað verður úr þessu.

 Mill Hill jólaskraut 024Mill Hill jólaskraut 023

 

 

 

 

 

 

Þá er það myndin sem ég er að reyna að sauma í núna.  Ég byrjaði á henni í sumar og fylgdi hún mér í sumarbústað og ættarmót o.fl. en lítið var saumað.  Ég er að reyna að sauma í hana svona þegar ég nenni.  Svona var staðan í gærkvöldi.  Ég keypti hana á útsölu í A4 - ég á það nefnilega til að kaupa hluti sem ég hefði aldrei annars keypt á útsölum.

Mill Hill jólaskraut 025Mill Hill jólaskraut 027


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Þetta er virkilega flott hjá þér.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 21.11.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband