Færsluflokkur: útsaumur

Þetta mjakast áfram

Ég hef reynt að halda þá reglu að sauma að minnsta kosti einn þráð á dag - sama hversu þreytt mér finnst ég vera.  Enda er það oftast þannig að þegar ég er búin að sauma einn þráð þá langar mér að sauma næsta og þar næsta - það er oft bara erfitt að hafa sig í að byrja.  Svona var staðan á jólaálfinum í gærkvöldi.

 jólaálfur 2

Ég saumaði meira segja meðan ég horfði á Taggart á DR1. Það er ekkert smá gaman að horfa á þessa gömlu þætti - af hverju íslensku stöðvarnar endursýna aldrei neina gamla þætti skil ég ekki. Það ætti að vera ódýrara en að kaupa þessa bandarísku þætti í tonnatali.


Eitt klár og byrjuð á næsta

Ég biðst afsökunar á þessu langa hléi.  Ég týndi saumaskapinu í smá tíma en sem betur fer fann ég það aftur.

 Núna er ég að sauma þessar litlu jólasokka. 

litlir jólasokkar

 Ég er búin að sauma einn þ.e. piparkökustrákinn

 piparkökustrákur

og byrjuð á þeim með jólaálfinum. 

 jólaálfur

Hvort að ég sauma þá alla núna veit ég ekki, við sjáum bara til.  Svo getur líka verið að ég þurfi að sauma gjöf sem ég get ekki sýnt hér, ég veit það ekki ennþá en mig grunar það.  Best að segja ekkert of mikið.

Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni.  Ætlaði bara að leyfa ykkur að sjá hvað ég væri að bralla þessa daganna.  Hef ekkert að segja annað.

Leyfi ykkur að fylgjast með framvindu mála með jólaálfasokkinn.


Nokkur klár og annað í vinnslu

 Jæja þá er heldur betur komin tími á uppfærslu.  Ég hef verið að dunda mér við hitt og þetta sl. mánuð, hef ekki setið mikið við og saumað, en þó eitthvað hefur stúlkan gert.

Á síðasta ári saumaði ég nokkra Mill Hill hluti.  Ég gekk frá einum vettlingi en annað var ófrágengið.  Ég gaf mér ekki tíma til að ganga frá þessu fyrir síðustu jól og þá var svo langt til næstu jóla sem eru núna bara handan við hornið.  Þannig að ég dreif í þessu og klippti út og gekk frá þessum sjö hlutum sem voru fullsaumaðir en ófrágengnir.  Því miður koma myndirnar ekki vel út - eru eitthvað svo dökkar.  Ég á ennþá tvö svona lítil Mill Hill kit ósaumuð.

Ég leyfði vettlingnum sem ég var þegar búin að klára að vera með á myndinni (ljótt að skilja útundan).  Mér fannst mjög gaman að sauma þessa vettlinga og finnst þeir koma vel út þegar búið er að ganga frá þeim

Mill Hill jólaskraut 019

Mill Hill jólaskraut 022

Þá saumaði ég tvær jólamyndir og ætla að reyna að gera eitthvað við þær annað en að setja þær niður í skúffu.  Ég var að láta mér detta í hug að gera litla poka.  Hér eru þær myndir, ég leyfi ykkur svo að sjá hvað verður úr þessu.

 Mill Hill jólaskraut 024Mill Hill jólaskraut 023

 

 

 

 

 

 

Þá er það myndin sem ég er að reyna að sauma í núna.  Ég byrjaði á henni í sumar og fylgdi hún mér í sumarbústað og ættarmót o.fl. en lítið var saumað.  Ég er að reyna að sauma í hana svona þegar ég nenni.  Svona var staðan í gærkvöldi.  Ég keypti hana á útsölu í A4 - ég á það nefnilega til að kaupa hluti sem ég hefði aldrei annars keypt á útsölum.

Mill Hill jólaskraut 025Mill Hill jólaskraut 027


Kisuæði

kisa með blöðrurÉg er enn í kisunum.  Ætli ég sé að verða kisuóð. Þessa kláraði ég í fyrra dag. Þetta er ekki góð mynd - litirnir er eitthvað skrítnir.   Sem betur fer á ég munstur af nokkrum kisum í viðbót - veit samt ekki hvort ég sauma fleiri kisur strax  - en mér líður allavega vel að vita af þeim.  Smile

Kannski ég saumi eitthvað jóla - innan við 3 mánuðir til jóla - þarf að hugsa þetta aðeins.  Valkvíði -  Valkvíði - þetta er erfitt lífWhistling


Komin aftur - og farin að sauma á ný

 kisa - krabbamerkiðEftir að ég kláraði kisuna mína var ég í hálfgerðu tómarúmi.  Hélt að mig langaði að sauma jólamynd en hafði víst takmarkaðan áhuga á henni því þrátt fyrir að sú mynd hafi fylgt mér í allt sumar þá hefur mjög lítið verið saumað. 

Um síðustu helgi fór ég að skoða gamalt dót og fann þá þessa kisu.  Ég saumaði hana í fyrra og gaf en gleymdi að taka mynd, þá saumaði ég hana reyndar gráa eins og mynstrið segir en breytti henni núna og finnst hún bara fallegri svona gul og brún.


Kisuklár

heimakisa 7Þá eru tölvan og myndavélin búnar að taka hvor aðra í sátt.  Það reyndist vera snúrugarmurinn sem var bilaður.  Nú er ég komin með nýja snúru og engin vandamál lengur.  Nú get ég sýnt ykkur myndir af kisunni minni.  Það var svo gaman sauma þessa mynd.  Ég ákvað að sleppa textanum allavega að sinni en ég fann ekkert á íslensku sem mér fannst passa.  heimakisa 8Efri myndin er tekin áður en ég saumaði afturstinginn en neðri myndin sína hana fullkláraða.

Ég er hér ennþá

Ef einhver hefur verið að fygjast með þessu bloggi þá hefur sá hinn sami örugglega haldið að ég væri hætt og farin.  Ég er þó hér enn en bæði og sauma og bloggvirkni hafa verið í lágmarki.  Ég er þó búin með kisuna mína en get því miður ekki sýnt neinar myndir þar sem myndavélin og tölvan vilja ekki kannast hvor við aðra.  Ég hef því ekki getað flutt myndir í tölvuna undanfarið en vonandi finn ég lausn á því fljótlega.

ÚtskriftÉg get þó sýnt mynd sem ég saumaði í vetur og setti svo núna í kort til vinkonu minnar en hún var að útskrifast á síðustu helgi. 

Annars er lítið að frétta af saumaskap þessa dagana. Hef þó verið að skoða blöð og róta í saumakörfunni og aldrei að vita nema ég finni eitthvað sem mig langar að gera.  Eða réttara sagt að ég geti valið eitthvað eitt úr öllu því sem mig langar að gera.

Þangað til næst - hafið það gott og njótið sumarsins en passið ykkur á ísbjörnum.


Voða dugleg eða þannig sko

heimakisa 5Ég hálf skammast mín að senda inn mynd af kisunni minni.  Ekki hefur mikið verið saumað og hef ég enga afsökun aðra en leti.  Hef bara ekki haft mig að sauma á kvöldin, frekar hef ég setið hálf heiladauð fyrir framan sjónvarpið eða tölvuna í einhverjum heimskulegum tölvuleik.  En hvað með það, ég er bara að sauma þessa mynd fyrir sjálfan mig og engin að reka á eftir mér nema ég sjálf.

Stöðumynd

Ekki hefur mikill tími gefist í saumaskap síðustu viku.  Ég er þó búin með bakið á stólnum og byrjuð á púðanum.  heima kisa 3Ég vona bara að ég fái nógan frið til að sauma yfir páskana. 

Desemberkisan kláruð

Ég saumaði síðustu sporin í desember kisunni minni í gærkvöldi.  Búin að vera eitthvað svo þreytt desember kisa 2eftir vinnu undanfarið og bara sofnað út frá sjónvarpinu, þannig að ekki hefur mikið verið saumað.  En loksins komu síðustu sporin í gærkvöldi.

Home is where the cat isÉg byrjaði svo á þessari, "Home is where the cat is" líka frá Margaret Sherry.  Tók reyndar bara nokkur spor en hálfnað verk þá hafið er.  Veit nú ekki hvað ég mun hafa mikinn tíma til að sauma í hana næstu vikur.  Tvær vinnuferðir á dagskrá og svo þarf ég að sauma ákveðið leyndó, reyndar bara lítið leyndó, en samt.  Læt fljóta með mynd af þessum 10 sporum sem byrjað var á.  Þessar tvær myndir eru saumaðar í evenwave og finnst mér miklu betra að sauma í það heldur en aida.  Eins og ég var hrædd við að byrja, var alveg viss um að ég myndi telja allt vitlaust.  Nú þarf ég bara að finna hvar ég get keypt þetta efni, en það fylgdi þessum myndum.heima kisa 1


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband