19.6.2008 | 10:29
Ég er hér ennþá
Ef einhver hefur verið að fygjast með þessu bloggi þá hefur sá hinn sami örugglega haldið að ég væri hætt og farin. Ég er þó hér enn en bæði og sauma og bloggvirkni hafa verið í lágmarki. Ég er þó búin með kisuna mína en get því miður ekki sýnt neinar myndir þar sem myndavélin og tölvan vilja ekki kannast hvor við aðra. Ég hef því ekki getað flutt myndir í tölvuna undanfarið en vonandi finn ég lausn á því fljótlega.
Ég get þó sýnt mynd sem ég saumaði í vetur og setti svo núna í kort til vinkonu minnar en hún var að útskrifast á síðustu helgi.
Annars er lítið að frétta af saumaskap þessa dagana. Hef þó verið að skoða blöð og róta í saumakörfunni og aldrei að vita nema ég finni eitthvað sem mig langar að gera. Eða réttara sagt að ég geti valið eitthvað eitt úr öllu því sem mig langar að gera.
Þangað til næst - hafið það gott og njótið sumarsins en passið ykkur á ísbjörnum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.